Játning: Ég heiti Linda og ég er forfallinn makkarónubakari

Játning: Ég heiti Linda og ég er forfallinn makkarónubakari

11063929_917099815016025_6354751976323387840_o

Mörg eigum við okkar uppáhalds eftirrétt. Fyrir mér eru það franskar makkarónur. Ég hef elskað þær frá því að ég smakkaði þær fyrst!!

11133636_933904303335576_2081439892687904278_oFranskar makkarónur er klassískt franskt sætmeti, þetta eru léttar og mjúkar kökur sem bráðna upp í manni.

Þær eru jafnframt fágaðar og fegra hvaða veisluborð sem er, hvort sem það er brúðkaup eða einfaldlega sunnudags brönsinn.

Það er gaman að gera veislur persónulegri með því að hafa makkarónur í þeim litum sem gestgjafanum finnast fallegir.

Það er gaman að segja frá því að saga makkarónunnar nær aftur til ársins 1533 þar sem þær voru bornar fram í brúðkaupi frakklandskonungs.

Orðið “macaron”, sem er franska heitið yfir makkarónur, þýðir fíngert deig. Fyrstu makkarónurnar voru einfaldar kökur sem búnar voru til úr möndlumjöli, sykri og eggjahvítum.

IMG_0159Í byrjun 20. aldar komu fyrst fram makkarónur eins og við þekkjum þær í dag, tvöfaldar með kremi á milli. Það var barnabarn stofnanda Ladurée kaffihúsanna í Frakklandi sem kom fyrstur með þá hugmynd að fylla makkarónurnar með súkkulaði og festa þær saman.

Síðan hafa makkarónur einkennt eftirréttamenningu Frakklands og þá sérstaklega bundnar við Laduree kaffihúsin.

Ég er satt að segja alveg forfallin makkarónubakari en ég hef bakað þær í þónokkurn tíma núna. Ég hef líka mjög gaman af því að deila afrakstrinum og hef útbúið síðu á facebook sem heitir Franskar Makkarónur.

Á síðuna set ég inn myndir af makkarónunum mínum þegar ég er búin að baka þær, að minnsta kosti þeim sem ég er sérstaklega sátt við.

Þér er velkomið að skoða síðuna mína hér og fylgjast með því sem ég er að gera í eldhúsinu og við makkarónubaksturinn.

Bestu kveðjur, Linda

____________________________________________

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest