Fyrir tveimur mánuðum síðan var líf mitt allt öðruvísi en það er í dag.
Okei það eru kannski smá ýkjur en leitarsagan mín á google var allavega allt önnur en hún er í dag! Í þá daga var ég skotin í Dan Auerbach og Henry Rollins og hlustaði á indie, rokk og elektró tónlist. Ég eyddi síðkvöldum í að horfa á gildishlaðnar kvikmyndir, við að like-a GIF sem skutu stoðum undir þá kenningu mína að einn daginn eigi ég eftir að enda sem háöldruð cat-lady, við að lesa sjálshjálparbækur, vefja mig inn í teppi, borða osta, drekka rauðvín og horfa á „The IT Crowd“, „Black Books“, „Party Down“ og aðra þætti sem ég dæmdi sem nógu mikið út fyrir ramman svo ég gæti mögulega þótt kúl fyrir að horfa á þá.
En nú er öldin önnur (núna alveg heilum tveimur mánuðum seinna), nú eyði ég dögunum í að raula fræg popplög, skrifa Mrs. Niall Horan í hjartalaga stílabækur (það er sko írski hreimurinn sem gerir það fyrir mig en ekki barnslegt útlitið) og í það að leyta uppi GIF og myndbönd af fimm óviðeigandi ungum drengjum í þröngum buxum, með stærra hár en ég mun nokkurtíma leyfa mér að dreyma um og sem er nýbyrjað að vaxa grön (ef það).
Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig enda er þetta er allt saman í einhverri móðu, en ég hafði alveg heyrt minnst á One Direction áður en þetta byrjaði allt saman en ég hafði aldrei heyrt lag með þeim, og var (réttilega?) bara nokkuð stolt af því að hafa náð að forðast poppkúltúr af þessu tagi sem ég hef alltaf reynt að fylgja ekki. Ég hafði samt eins og flest önnur mannsbörn heyrt minnst á Harry Styles og fannst hann nokkuð “snazzy dresser” án þess að hafa myndað mér nokkra skoðun á sögum af kvennafari hans.
Svo gerðist það að ég heyrði lag með blessuðum drengjunum og ég varð strax „húkkt“…ég vil meina að það sé vegna einhverra Josie and the Pussycats áhrifa í tónlistinni þeirra, eða kannski var það bara vegna þess að ég hef verið að bæla niður fan-girl-ið í mér síðan árið 1999 þegar ég eyddi dögunum í að handteikna myndir af Leonardo DiCaprio…eða kannski er það vegna þess að það næsta við boyband sem ég hef látið eftir mér að dýrka var Quarashi og ég lét þannig dýrðina sem var Backstreet Boys og N*Sync alveg fram hjá mér fara bara til þess að reyna að vera kúl.
Sem betur fer á ég stuðningsaðila sem er besta vinkona mín síðan ég var 9 ára, en hún er einmitt sek um að hafa smitað mig af “The One Direction Infection” (já ég veit, ég fann fyrir aulahrollinum líka þegar ég skrifaði þetta). Hún er að vísu líka sek um að hafa smitað mig af uppáhaldi sínu á Quarashi…og það var líka hún sem hjálpaði mér að prenta út og finna allar 324 Leonardo DiCaprio myndirnar sem prýddu veggina hjá mér þegar ég var 12 ára. Munurinn er að Quarashi og Leonardo voru ok þegar ég var 12 ára, One Direction er ekki í lagi þegar ég er 27 ára. En við eyðum samt sem áður kvöldunum saman á google og í það að skiptast á upplýsingum um það hvað sé núna uppáhaldslagið okkar (Happily) og hvað okkar drengir hafa verið að gera á samfélagsmiðlum yfir daginn. Hún hefur þá afsökun að hún á litlar frænkur sem hún nær engu sambandi við án þess að vita það nýjasta um 1D, yngsta frænka mín er hins vegar að verða tvítug eftir þrjár vikur og hefur mér til mikillar mæðu ekki hinn minnsta áhuga á þessum heimsfrægu jafnöldrum sínum.
Seinustu dagana hef ég alveg gefið kúlið upp á bátinn…ég er búin að horfa á This Is Us þrisvar sinnum og er farin að follow-a One Direction á Twitter (líka á þeirra persónulegu reikninga) og ég gerði playlista BARA með One Direction á Spotify, en hann er samt falinn svo enginn sjái mig spila hann.
Þegar ég skrifa þetta verð ég að segja að ég vona hálfpartinn að þetta skeið fari að líða undir lok og ég geti farið að snúa mér aftur að ostinum mínum og rauðvíninu…eða jafnvel, kannski að One Direction fari að þykja kúl hjá mínum aldurshópi(plíííís)??
Hér eru tíu ástæður fyrir því að allir ættu að halda upp á One Direction (svona burtséð frá frááábærri tónlist):
1. Herramaðurinn (og femínistinn) Harry
Það fyrsta sem allir komast að um One Direction tengist í 99,99% tilvika Harry Styles og í 99,99% af þeim tilvikum hefur það eitthvað að gera með kvennafar hans en það er alveg sama hvað hann deitar mikið það verður ekki tekið af honum að drengurinn er algjör herramaður og í raun allt öðruvísi en sú mynd sem dregin er upp af honum í fjölmiðlum.
Þegar hann var spurður hvort strákarnir í hljómsveitinni kölluðu “dibs” á stelpur:
Þegar hann var spurður hvað hann myndi segja til að hrósa fallegri stelpu í einni setningu:
Þegar honum finnst hljómsveitarmeðlimir sínir tala um konur á rangan hátt:
Þegar einstaklingurinn sem var að taka viðtal hélt því fram að öllum strákum þætti gaman að horfa á tvær stelpur í sleik:
Hann styður réttindi kvenna og tók þátt í #HeforShe:
Hann kemur vel fram við aðdáendur sína:
Og hann styður réttindi samkynhneigðra:
2. Þeir eru ekki uppteknir af staðaímyndum
Þessir strákar hér að ofan eru báðir meðlimir One Direction
Já þetta er í alvöru forsíða á alvöru tímariti sem einhver í alvöru fékk hugmynd að og einhver í alvöru samþykkti…og nei þetta er ekki frá því árið 1986 því þá voru alveg fimm ár í að elsti One Direction meðlimurinn myndi fæðast :/ (Núna er ég bara að hneykslast á stíleseringunni sem myndi líklega henta betur á olímálverki fyrir ofan arinn á einhverju sveitabýli).
3. Dansinn
Þeir dansa mjögmjögmjög sjaldan allir eins en þegar þeir gera það er það oftast undursamlega kjánalegt:
4. Freestyle dansinn
Þó þeir segjist ekki kunna dansa og neiti að dansa allir í takt í flestum tilfellum þá eru þeir nokkuð góðir þegar þér slá þessu upp í freestyle:
5. Þeir eru allir komnir yfir tvítugt
Manni fannst kannski hálfhallærislegt að halda upp á einhverja unglingahljómsveit en núna eru þeir allir komnir yfir tvítugt og meira að segja flestir komnir á fullt í ræktinni…
6. Fötin
Þeir eru í flestum tilvikum mjög flottir í tauinu, þá að mínu mati sérstaklega Harry Styles og Louis Tomlinson, og núna þegar uni-sex tískan er allsráðandi er um að gera að eiga karlkyns tískufyrirmyndir!
Harry Styles fékk British Style Awards 2013:
Louis Tomlinson var einu sinni þekktur fyrir að ganga með axlabönd, í röndóttum bolum og engum sokkum en í dag er hann búinn að skipta yfir í meira kasjúal lúkk og er oftast “skin-tight” buxum og hljómsveitabolum:
7. Brandararnir
8. Þeir eru tónlistarmenn
Ólíkt mörgum öðrum söngvurum á þeirra aldri þá taka þeir virkan þátt í því að semja lögin sem þeir gefa út, þar að auki kunna þeir allir eitthvað á hljóðfæri þó Niall sé sá eini sem spilar á gítar á tónleikum.
Ég sagði aldrei að allir textarnir væru meistaraverk en hey, flestir eru ok!
9. Ekki týpísk strákahljómsveit
Þeir klæða sig til dæmis aldrei eins…eða allavega sjaldan, í eina skiptið sem þeir gerðu það var það fyrir Vogue….og myndum við ekki bara öll klæða okkur eins og okkur væri sagt ef við fengjum að vera í Vogue?
Smá annað en það sem ég vandist á mínum uppeldisárum:
10. Þeir eru bara svo mikil krútt…
Og bónus: SNL-sketsarnir þeirra eru til að deyja yfir…þó þeir eigi eflaust ekki mikinn þátt í þeim sjálfir fyrir utan snilldarleik…
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=1TPnb8gGW2o[/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9dBdbtapuKI[/youtube]
Ekki orðin One Direction fan-girl ennþá? Tékkaðu á þessu (já þeir eiga eitt alveg hreint ágætislög…eða er ég alveg búin að missa það?):
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=sahsquWlw5I[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.