Parísarborg er uppfull af Japönum, þeir sjá borgina í hillingum sem mekka menningar, tísku og lista. Mjög margir Japanar dvelja um lengri eða skemmri tíma í París til að mennta sig og upplifa vestræna menningu. Merkilegt nokk gerinast hins vegar árlega hundruðir Japanar búsettir í París með sérstaka tegund þunglyndis. Ástand þeirra er oft kallað „Parísarveikin“.
Yumiko er ung japönsk stúlka. Hún var 21 árs þegar hún kom sem skiptinemi til Parísar og dvaldi hjá franskri fjölskyldu. Dag nokkurn missti hún stjórn á sér. Hún klóraði í veggi, hætti að tala við fólk og lokaði sig af í herberginu sínu. Þeir sem reyndu að hjálpa henni fengu allir sama svarið: „Þið skiljið mig ekki. Þið ofsækið mig eins og hinir.“ Nokkrum vikum síðar sótti pabbi stúlkunnar hana og þau fóru aftur til Japan.
Einhvernveginn svona haga þeir sér þessir óheppnu Japanar með “Parísarveikina”.
Í raun er lasleikinn ekki smitandi en japanskur geðlæknir lýsir þessu frekar sem aðlögunarsjokki sem hrjáir japanska Parísarbúa. Það er mikill menningarmunur á Japan og Frakklandi, eins eru tungumálin ólík og mannasiðirnir líka. Dæmigerður Japani er til dæmis rólegur og feiminn. Þar af leiðandi finnst honum Frakkarnir ráðast á sig með agressívri framkomu og óþolinmæði.
Í Japan þykir háttprýði að tala sem minnst, Japanar skilja hverjir aðra næstum án orða. Þetta skilja Frakkar ekki, þeir elska að tala og Japaninn líður ef til vill fyrir að þurfa að tala of mikið. Annað sem er ólíkt meðal þjóðanna er stærðin og nálægðin við fólk. Í Japan býr fólk þröngt, landið er 373.000 km2 og þar kúldrast 125 milljónir!
Þegar meðal Japaninn kemur til Parísar hlýtur hann að upplifa mikla frelsistilfinningu. Enginn er að horfa, hann er ekki undir eftirliti, má gera það sem hann vill – “ég er frjáls”… svo geggjast hann.
(Heimild: Tímaritið Zurban)
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.