Í Bandaríkjunum hafa bloggarar tekið sig saman um að halda þagnarbindindi í dag, 18 mars, til að sýna japönum samstöðu og samhug.
Við Pjattrófur viljum hvetja þig til að styðja við þessa frábæru þjóð með því að hringja í síma 904-1500 og þá fara 1500 kr af símareikningi í hjálparstarf í Japan.
Japanir hafa gefið okkur svo margt fallegt af menningu sinni gegnum tíðina. Gefum þeim á móti nú þegar mestu hörmungar síðan í seinni heimstyrjöld herja á þjóðina. Tjónið nemur ótal milljörðum og talið er að það muni taka þau mörg mörg ár að ná sér aftur á strik.
Hjálpum þeim.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.