Því verður seint haldið fram að tíska sjötta áratugarins hafi verið leiðinleg eða ’til baka’.
Meira flipp hefur sjaldan átt sér stað í sögu tískunnar og þvílík sem búningagleðin var. Það var varla til sú hljómsveit sem ekki klæddist samhæfðum múnderingum sem minntu jafnvel á eitthvað úr annari vídd og er þá skemmst að minnast ABBA.
En hér eru þeir krúttbræður úr JACKSON Five.
Hér er myndband af þeim bræðrum frá 1971 þeir komu fram í spjallþætti Díönu Ross.
Frábær fúnký klæðaburður á Jackson bræðrum og allir í myljandi takti…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.