Það er alltaf gaman að velta fyrir sér klæðaburði karlmanna en hér eru nokkrar skemmtilegar myndir af ítölskum karlmönnum, teknar af ljósmyndaranum Tommy Ton.
Gaman að spá í smáatriðunum hjá ítölunum; hvernig sumir bretta upp ermar á blazerjökkunum, litaðar gallabuxur, skartið, klútarnir, skyrturnar, rauðu skórnir og djörfu rauðu sokkarnir í sama lit. Afar sjaldan sem við sjáum þennan evrópska stíl hjá íslenskum karlmönnum.
Tommy Ton www.jakandjil.com/blog
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.