Hér kemur myndaþáttur innblásinn af íslenska vetrinum sem getur oft verið ansi kaldur. Þá er nauðsynlegt að eiga hlýjar og fallegar flíkur…
Loðhúfur, leðurhanskar og prjónaflíkur í bland við fína kjóla er eitthvað af því sem sjá má í þessum myndaþætti.
Dökkar varir og ljós augu einkenna svo förðununa en úrvalið af dökkum varalitum í verslunum hefur aldrei verið meira en akkúrat núna!
Fötin koma frá ýmist Kiosk, Selected, Smart Boutique eða Maníu.
Stílisti: Helena Ósk Óskarsdóttir
Förðun: Jónína Ósk Jóhannsdóttir
Módel: María Björk Sigurpálsdóttir
Ljósmyndir: Guðný Hrönn Antonsdóttir
Og þá erum við klárar í kuldann!
________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.