Ég rakst á þetta glæsilega sumarhús á erlendri vefsíðu en húsið er teiknað af Guðmundi Jónssyni arkitekt sem búsettur er í Noregi.
Húsið heitir CasaG og hefur hrá hönnun þess vakið þónokkra athygli á heimasíðum og í blöðum sem helga sig hönnun. Síðustu fréttir herma að húsið sé í eigu Lýðs Guðmundssonar sem er staðsett í Fljótshlíðinni og með fallegu útsýni til hafs og fjalla. Ekki amalegt sumarhús þar.
Fleiri myndir hér.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.