Fegurðina er að finna allt í kringum okkur. Fegurð er allskonar. Hún skín í gegn í kringum fólk með fallega eiginleika. Fegurð er heilbrigt útlit. Fegurð er brosþýtt fólk sem sýnir náungakærleik og kurteisi.
Í mínum augum er kona sérstaklega fögur þegar hún geislar af hamingju, er með glampa í augunum og með fallega húð. Heilbrigð húð skiptir svo miklu máli, sérstaklega eftir tuttugu og fimm ára aldurinn. Þá fer að bera á minni teyjanleika og jafnvel ýmsum öldrunarmerkjum.
Líkamlegt hreysti, holl fæða og vatn geta að sjálfsögðu gert kraftaverk en mikilvægt er að hlúa að húðinni með virkum efnum sem henta hverri og einni.
Ég trúi ekki á neinar kraftaverkalausnir en er opin fyrir nýjungum. Fyrir skömmu var mér svo boðið að prófa nýjar íslenskar vörur sem koma á markað í þessari viku og bera nafnið TARAMAR. Ég prófaði dagkremið, DAY TREATMENT, hreinsi olíuna, PURIFYING TREATMENT og serumið, THE SERUM. Nafnið hljómar örlítið suðrænt en innihaldið er unnið úr hreinum íslenskum lífvirkum efnum sem hafa verið vísindalega rannsökuð í fleiri ár.
Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands er konan á bakvið vörurnar en hún ákvað að kynna sér innihald húðvara eftir að hún sjálf upplifði óþol fyrir húðvörum.
Ávöxtur rannsókna hennar og samstarfsfélaga við Háskóla Íslands er TARAMAR húðserían sem kom mér virkilega jákvætt á óvart.
Vörurnar eru búnar til úr lífvirkum þörungum sem eru handtíndir á hreinum svæðum í náttúrunni og íslenskum lækningajurtum.
Serum hef ég prófað frá hinum ýmsu merkjum en aldrei fundið fyrir neinni sérstakri virkni – fyrr en núna.
Þegar ég ber TARAMAR serum-ið á andlitið myndast einskonar filma á húðinni sem sléttir og tilfinningin er að það strekkist á þinni eigin húð.
Serumið á að gefa aukinn raka og draga úr fínum línum og hrukkum.
Það byggir á andoxunareiginleikum þörunga og styrkir collagenþræði húðarinnar.
Ég mæli eindregið með þessum hreinu vörum því eftir notkun þeirra líður mér einmitt eins og ég sé hrein og fersk.
Umbúðirnar eru stílhreinar og handhægar og því tilvalið að grípa þær með í ferðalagið.
Vörurnar verða til sölu í Fríhöfninni, Hagkaup í Smáralind og Kringlunni og völdum verslunum Lyfju og Lyf og heilsu.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!