Það er alltaf gaman þegar íslenskt hugvit sést í erlendum tímaritum en í frönsku desemberblaði Mon Jardin & Ma Maison er fjallað um ísland, íslenska hönnun og menningu.
Tilefni.is var heimsótt af frökkunum en Tilefni hefur hannað borðsiðarenninga fyrir matarboðið og pepp púða.
Hugmyndin að púðunum kviknaði þegar fór að sverfa að í íslensku samfélagi. Auði Ögn langaði að minna fólk á hver hin raunverulegu verðmæti í lífinu væru, hvað gefur lífinu gildi og hvað fær mann til að brosa. Með öðrum orðum – hvað peppaði mann upp ?
Púðarnir eiga að minna á að þrátt fyrir allt er gott að vera íslendingur, í raun forréttindi í heimi þar sem margir líða alvarlegan skort. Textíl lína Tilefnis samanstendur af þessum pepp-púðum í nokkrum gerðum; áðurnefndum borðsiða-löberum og fleiri tegundum löbera sem hafa verið að rjúka út að sögn Auðar.
Tilefni.is hefur verið rekið af Auði Ögn Árnadóttur stílista í 6 ár en hún hannar allar vörur fyrirtækisins. Nýlega barst Auði liðsauki þegar Guðbjörg Sveinbjarnardóttir viðskiptafræðingur gerðist meðeigandi en hún mun sjá um sölu og markaðsmál.
Þær hjá Tilefni taka líka að sér stíliseringar fyrir heimili og fyrirtæki en einnig veisluþjónustur, afmæli, brúðkaup, fermingar og allskyns gleðskap og partý. Endilega leitið til þeirra við hvert tilefni. Lesa má um skemmtilegt spa-rtý stíliserað af Tilefni HÉR.
MYNDIR: Díana Bjarnadóttir og úr tímariti mon jardin & ma maison: Franck Bel
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.