Mér finnst æðislegt að sjá nýjar íslenskar vefverslanir skjóta upp kollinum sem selja föt, skó og glingur og ég get keypt þar án þess að þurfa að borga toll og virðisaukaskatt. Svo hlýtur líka að vera auðveldara að skila heldur en í erlendum vefverslunum ef eitthvað kemur upp á.
Lakkalakk.com er íslensk vefverslun sem var opnuð í maí af systrunum Ásu Ottesen og Jónu Ottesen. Ása og Jóna hafa starfað sem stílistar og verslunarstjórar en Ása er einnig bloggarinn á bak við Trend-land. Lakkalakk selur litrík og sumarleg föt, vintage föt, skart og fylgihluti auk þess að halda úti bloggi og mjög skemmtilegri Lookbook.
Velvet.is er einnig frekar ný vefverslun og selur fatnað, skart, töskur og skó. Velvet.is er með fáránlega góð verð og mjög stuttan sendingartíma! Ég lagði inn pöntun á fimmtudagseftirmiðdegi og vörurnar voru komnar til mín með póstinum á mánudagsmorgni. Ég get því eindregið mælt með þeim.
Báðar verslanirnar senda þér vöruna með Íslandspósti. Veist þú um fleiri flottar íslenskar vefverslanir?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.