Ég hafði lítið heyrt um þetta merki fyrr en um helgina þegar ég sá sýningu DísDís á Reykjavík Fashion festival.
Ég heillaðist strax af merkinu og langaði í nánast allar flíkur sem ég sá á sýningunni. Hún notar mikið af leðri, kögri og flottum sniðum. Einnig hannar hún töskur og belti.
Það sem mér fannst fallegast var stuttbuxna-samfestingur ef svo má orða það. Frekar erfitt að útskýra þessa flík, mjög spes og mjög töff! Svo fannst mér leðursokkarnir, kögurvestið og leðurermarnar ÆÐI!
Þessi sýning var algjörlega í topp 5 hjá mér af sýningum Reykjavík Fashion festival í ár.
HÉRNA má svo sjá myndband af sýningunni í heild.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.