Geislar Hönnunarhús ehf. var stofnað í byrjun janúar 2012 af iðnhönnuðnum Pálma Einarssyni og framleiðir hann bæði frábær leikföng og dásamlegar gjafavörur og selur í versluninni Geislar í Bolholti 4.
Það sem er svo skemmtilegt við leikföngin hans Pálma er að þau eru gerð með þeim tilgangi að foreldrar og börn eigi gæðatíma saman.
Leikföngin sem eru skorin út með geislaskurði úr mdf efni, koma ósamsett saman, ómáluð og þarf barnið að finna út hvernig öllum pörtunum er pússlað saman, áður en foreldrarnir hjálpa þeim að líma einingarnar.
Þegar leikfangið er þornað getur barnið litað það með t.d. málningu, tússpennum eða vaxlitum áður en leikurinn hefst en ég gaf syni mínum, sem er fjögurra ára, flugvél og hafði hann virkilega gaman að því að setjast niður með mér og föður sínum og pússla saman flugvél og svo að lokum mála hana, en hann vildi hafa hana bláa.
Pálmi leggur mikla áherslu á að leikföngin séu notuð í leik, ekki bara að pússla þeim saman, líma og mála og í þróunarteymi Geisla eru þeir Róbert Björn (6 ára) og Brynjar Örn (4 ára) Pálmasynir að prófa öll leikföngin og taka þátt hönnun og þróun áður en leikföngin koma á markað. Samstarfið hefur gefist mjög vel þar sem Róbert og Brynjar eru uppfullir af hugmyndum og sköpunargáfan er í fullum gír hjá drengjunum tveim.
Sköpunargáfa barna er mikilvæg í huga Pálma og geta þau meðal annars hannað sitt leikfang sjálf með aðstoð mömmu og pabba í tölvunni og sér Pálmi svo um að skera það út og með því sér barnið leikfangið sitt verða að veruleika!
Í versluninni Geislar er ekki eingöngu hægt að kaupa leikföng því Pálmi er með hönnun og ráðgjöf, gjafavörur ásamt geislaskurð eða leiserskurð og í versluninni selur hann m.a. lampa, nafnspjöld, kertastjaka, hrikalega flott statíf undir vínbelju og -glös, skartgripaskrín, flugubox og fleira og fleira.
Ef þig langar t.d. að hanna skartgripi, eitthvað úr textíl eða hvað sem er, þá getur þú komið til Pálma og hann hjálpar þér að setja hönnunina á blað (í tölvuna) þannig að hún er tilbúin í framleiðslu en Pálmi vann í fjöldamörg ár hjá fyrirtækinu Össur sem þróunarstjóri og hefur komið víða við í rágjöf varðandi hönnun.
Í haust er svo á stefnuskránni að setja upp vinnustofu fyrir börn þar sem þau geta komið með foreldrum sínum og sett saman sitt eigið leikfang og málað það en segja má að leikföngin séu fyrir allan aldurshóp þar sem allir geta fengið útrás fyrir ákveðna sköpunar og lífs-gleði með leikföngunum.
Heimasíða verslunarinnar er www.geislar.is en einnig má finna hana á fésbókinni góðu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.