Það er reyndar ekki í anda Pjattsins að færa sig inn á þessar slóðir en þar sem við sem vefinn eigum og lesum erum flestar foreldrar þá fannst okkur þetta efni eiga erindi.
Samtökin Stöndum saman eru ný hérlendis en þau voru stofnuð í fyrra með því markmiði að upplýsa um menn sem gerst hafa sekir um kynferðisofbeldi gegn börnum.
Á vef samtakanna er að finna myndir af dæmdum ofbeldismönnum, upplýsingar um aðsetur þeirra og einnnig er hægt að nálgast dóma.
Víða erlendis er að finna sambærilegar síður, til dæmis Family Watch Dog í Bandaríkjunum og Ukpaedos í Bretlandi.
Á vef Stöndum saman eru aðstandendur óhræddir við kærur og segjast taka þeim fagnandi en bæta svo við…
“en áður en þú eyðir þínum dýrmæta tíma í að skrifa það bréf/tölvupóst þá er best að taka það fram að slíkar hótanir hafa engin áhrif á starf samtakanna, Færslur sem innihalda dóma frá Héraðsdómi/Hæstarétti eru aldrei fjarlægðar nema um sýknun í hæstarétti sé um að ræða.”
Stöndum saman vefinn getur þú skoðað HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.