Einverntíma í fyrra fór ég á námskeið í núvitundaræfingum og hugleiðslu hjá Núvitundarsetrinu í Lágmúla og með því varði ég tímanum vel. Sálfræðingarnir Eygló Sigmundsdóttir og Margrét Arnljótsdóttir eru sannarlega fremstar meðal jafningja í núvitundarbransanum hér á landi en sú síðarnefnda er manneskjan sem segja má að hafi kynnt þetta fyrst hér á landi. Takk fyrir það nafna.
Hugleiðsla er galdratól
Þessar einföldu og áhrifaríku æfingar eru svo heilsubætandi að það er nánast varla hægt að lýsa því. Þegar maður iðkar hugleiðslu, því núvitundaræfingar eru jú bara hugleiðsla, þá nær maður að fjarlægjast hávaðann í hugsunum og sjá þær aðeins ofan frá. Og um leið og maður sér þær ofan frá þá er hægt að ná tökum á kollinum og leiða hann inn á bjartari brautir. Þetta er eins og að vera kominn með eitthvað apparat úr kommóðunni hans Harry Potter. Hugleiðsla er galdratól.
Með því að vera alltaf að tala um hvað við „ættum“ að vera að gera þá erum við auðvitað að skamma okkur í leiðinni og það er algjör óþarfi því það er yfirdrifið framboð af skömm og einhverju röfli innra með flestum okkar.
Það er óþarfi að skamma sig
Vissulega er það þannig með hugleiðsluna að hún er áhrifaríkari eftir því sem maður gerir meira af henni, en er það ekki þannig með flest sem er gott fyrir okkur? Ég held það.
Mér finnst ég oft heyra fólk tala um að það „verði að fara að hugleiða meira“ eða fara oftar i ræktina, drekka meira vatn eða hvað það nú er, en staðreyndin er samt sú að við verðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, en við getum það hinsvegar, þegar og ef okkur langar til þess.
Louis Hay vinkona mín sagði alltaf að í stað þess að segja „I should“ þá væri betra fyrir sálina að segja „I could“ og það er sannarlega rétt hjá henni.
Með því að vera alltaf að tala um hvað við „ættum“ að vera að gera þá erum við auðvitað að skamma okkur í leiðinni og það er algjör óþarfi því það er yfirdrifið framboð af skömm og einhverju röfli innra með flestum okkar. Það er um að gera að reyna að hætta að skamma sig.
Alltaf betra þegar maður er búin/n
Anyhow. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta núna er að þessir frábæru sálfræðigúrúar hjá Núvitundarsetrinu voru að setja fullt af æfingum inn á Spotify! Praise the lord! 🙌🏼 Aðgengilegra verður þetta nú ekki.
Og mér finnst líka mjög gott að gera æfingarnar á íslensku. Ekki það að ég skilji ekki ensku en móðurmálið rennur bara svo mjúklega inn um eyrun að maður tekur ekki eftir orðunum heldur aðeins merkingu þeirra. Svo eru þær líka bara svo góðar í lestrinum og leiðbeiningunum þessir kennarar.
Hvort sem þú ert lengra komin eða byrjandi í þessum æfingum þá hvet ég þig óspart til að prófa nokkrar. Þær eru alveg frá fjórum upp í fjörtíu mínútur og bara hver annari betri.
Það er ekki hægt að sjá eftir þessu
Að taka svona æfingu er eins og að fara í sund eða ræktina. Þú sérð svo sannarlega ekki eftir því þegar æfingin er búin. Það er einfaldlega ekki hægt. Og endilega ekki skamma þig þó þú hugleiðir ekki daglega. Einu sinni í mánuði eða einu sinni á ári er þessvegna allt í lagi. Þú þarft nefnilega ekki að gera neitt frekar en þú vilt, – en þú gætir það, þegar þú ert í stuði og nennir.
Hugleiðsla er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður keppir í, hvorki við sjálfa/n sig eða aðra og hún er alls ekki flókin. Hugleiðsla er bara sirka 3000 ára sáluhjálpar æfing sem lætur okkur líða vel, og tengir okkur við innri manninn, eða konuna 🌞
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.