Því miður hafa alltof margir lent í því að vera sviknir af maka sínum, einu manneskjunni sem þú átt virklega að geta treyst í þessu lífi.
Hér eru nýjar frásagnir ungra íslenskra kvenna sem hafa upplifað það að maðurinn þeirra hélt framhjá þeim.
Sögurnar eru allar birtar með leyfi kvennanna en nöfnum þeirra hefur verið breytt.
Sigríður – “Óvænt afmælisgjöf”
Á afmælisdaginn minn sá ég að kærastinn minn hafi sent mér skilaboð á Facebook en þegar ég opnaði þau sá ég myndir af honum að sofa hjá annari stelpu. Þar var það. Til hamingju með daginn!
Í öðru sambandi sem ég var í grunaði mig ekkert fyrr en aðrir byrjuðu að hvíslast. Ég fékk svo að vita af því að hann hafi sofið hjá tveimur svokölluðum “vinkonum” mínum á afmælinu mínu meðan ég var í næsta herbergi. Hann reyndi að verja sig með því að ég hefði haldið framhjá honum með manni sem ég þekkti ekki neitt! Hann ákvað svo að spyrja manninn og kemur þá í ljós að maðurinn vissi ekki einu sinni hver ég var. Þegar hann fékk þetta staðfest sá hann mikið eftir þessu og kom grenjandi tilbaka, en ég fyrirgaf honum ekki. Bæði skiptin gerst á afmælinu mínu, greinilega minn happa dagur!
_____________________________________________________
Kristín – “Fool me once, shame on you. Fool me twice ..”
Í fyrra sambandinu mínu fór kærastinn minn í sumarbústað með vinahópnum sínum og ég var heima. Ég ákvað að slökkva á símanum um nóttina, búin að segja góða nótt og ég fer bara róleg að sofa.
Vakna svo um morguninn við að heimasíminn hringir og mamma kemur inn. Hún segir við mig að besta vinkona mín sé í símanum og þurfi nauðsynlega að tala við mig. Ég fæ strax mjög skrítna tilfinningu og tek við símanum.
Þá segir hún mér að frændi hennar, sem var í bústaðnum með kærastanum mínum, hefði labbað inná hann halda framhjá mér. Frændinn kýldi hann og kærastinn minn nefbrotnað í kjölfarið.
Ég kveiki á gemsanum og sé að mín bíða 15 sms frá honum, hótandi mér að ég væri dauð og hann ætlaði að finna mig, berja mig og drepa mig þar sem ég væri ekki að svara honum… og auðvitað væri það mér að kenna að hann væri nefbrotinn. Þetta var jú frændi vinkonu MINNAR.
Ég hringi og spyr útí framhjáhaldið, hann harðneitar og ég ákvað þá að tala við besta vin hans.
Vinur hans talar við stelpuna fyrir mig og hún viðurkennir að þau hafi verið saman. Hann játaði og við hættum saman en viku seinna hittumst við, tölum saman og ég gef honum séns.
Shame on me…
Ég verð ólétt og við eignumst son. Þegar hann var ekki nema þriggja mánaða ákveður kærastinn minn að fara í djammferð með vinum sínum til Akureyrar. Það var alltaf slökkt á símanum svo ég neyddist til að hringja í vin hans, sem mér líkaði alls ekki vel við né honum við mig.
Mér gekk ekkert að ná í barnsföður minn í síma. Hann var alltaf að gera eitthvað annað þegar ég hringdi, svo sé ég að hann addaði stelpu frá Akureyri á Facebook. Stelpan var samt bara Facebook vinur kærasta míns en ekki vina hans sem voru með honum fyrir norðan.
Mig grunaði strax hann hefði haldið framhjá mér og á endanum hafði ég uppá stelpunni, hringdi í hana og spyr útí þetta. Hún segir mér að það komi mér ekkert við hvað skeði, – ég tala svo við kærastann og lýg að honum að stelpan hefði viðurkennt allt fyrir mér. Hann trúði því og viðurkenndi allt fyrir mér. Við hættum auðvitað saman.
Faldi símann, algjör klassík
Í seinna sambandinu mínu byrjað kærastinn allt í einu að verða svo laumulegur með símann sinn. Allt í einu mátti ég ekki lengur nota hann, það var auðvitað fyrsta vísbending.
Síðar kemur hann heim af djamminu, angandi af konuilmvatni. Ég spyr útí það og hann segist bara hafa knúsað vinkonur sínar niðrí bæ þegar hann kvaddi þær og auðvitað klíndist lyktin á hann.
Ég vissi að þetta væri lygi og mig grunaði strax eina stelpu.
Ég addaði henni á Facebook til þess að sjá hvernig hún myndi bregðast við. Hún byrjar strax að sleikja mig upp og ég skynjaði að það væri ekki allt eins og það ætti að vera. Ég segi við kærastann hvað þessi stelpa sé rosalega indæl og að hún vildi endilega hitta okkur tvö saman. Hann fer alveg í kerfi við þetta og um leið staðfesti grun minn.
Morguninn eftir kíki ég á Snapchat-ið hans og sé að hann er með snap frá henni, ég freistast til að kíkja og þar stendur berum orðum: „Helduru að hana gruni eitthvað?”
Ég hringi beint í hann og bið hann um að koma heim. Á meðan hann er á leiðinni þá hringi ég í hana og bið um að segja mér sannleikan. Hún segir að ég þurfi bara að tala við kærastann en viðurkennir að eitthvað hafi gerst á milli þeirra. Eftir það fæ ég fullt af sms-um frá henni með, hún að biðjast afsökunar. Kærastinn viðurkennir þetta svo á endanum og jú við hættum saman.
Í bæði skiptin sem sitthvor kærastinn hélt fram hjá mér, vissu hinar stelpurnar hver ég væri og að ég væri kærasta þeirra þegar þetta gerðist.
Anna – “Hugsaði um mig allan tímann”
Ég kom einu sinni fyrr heim til mín en ég ætlaði og sé kvenmannskó í forstofunni sem ég átti ekki sjálf. Auðvitað kviknar grunur um eitthvað.Ég labbaði inn í svefnherbergi og gríp hann glóðvolgann með stelpu í rúminu.
Hann fékk sjokk og reyndi meira að segja að fela stelpuna inní skàp!
Hann segir svo við mig í öllum látunum: „Ég var að hugsa um þig allann tímann!” Einmitt! Ég skipaði þeim báðum út, læsti hurðinni og bókstaflega henti öllum fötunum hans af svölunum!
Tinna – Gossip girl
Þetta byrjaði þannig að bæði ég og vinkona mín fáum sms í nokkra daga þar sem stendur:
“Þú ættir að vita hver er heima hjá þér þegar þú ert í vinnunni xoxo Gossip Girl”.
Þetta voru semsagt skilaboð frá stelpunni sem kærastinn minn var að halda framhjá mér með.
Eftir nokkra daga af þessum furðulegu skilaboðum, sendandi þau eins og þetta væri hin besta skemmtun eða eitthvað grín, þá kemur hann til mín og viðurkennir allt fyrir mér.
Á meðan hún var að senda þessi skilaboð þá var hún að hóta honum að segja mér frá þessu ef hann gerði það ekki. Hann vildi nefnilega ekki fara frá mér og hún tók greinilega ekki vel í það. Eftir þetta heldur biturleikinn áfram og hún fer að rífa mig niður á netinu, kallandi mig ljótum nöfnum og fleira, vegna þess að ég fór ekki strax frá honum. En ég gerði það á endanum.
Guðrún – “Vinur í raun”
Okkur er boðið í afmæli, allur vinahópurinn minn þar og ákveðin vinkona mín líka. Hún er nýbúin að ganga í gegnum erfitt tímabil þar sem ég stóð við bakið á henni eins og klettur. Hún kemur heim til okkar og ákveður að í kvöld ætli hún að skemmta sér og láta sér líða vel eftir erfiðleikana.
Ég lána henni föt og farða hana fyrir kvöldið, hún voða ánægð og þakklát fer samferða með okkur og einni annari vinkonu í afmælið. Allt kvöldið skynja ég að hún sé að vera frekar óviðeigandi, ekki bara við kærastann minn heldur bara við alla.
Ég er ólétt þarna og verð fljótlega þreytt. Áður en ég fer þá bið ég hann um að vera ekki að taka þátt í þessum óviðeigandi aðstæðum með henni þar sem ég treysti henni ekki alveg. Ég fer svo heim að sofa. Ég vakna þegar hann kemur heim og kíki fram með honum þar sem hann er að fá sér að borða. Hann segir að ein vinkona mín (önnur en þessi í afmælinu) hafi gengið að honum niðrí bæ og spurt hann hvað hann væri eiginlega að gera.
…ólétta ég er sofandi heima eftir að hafa gert hana fína og sæta og lánað henni föt af mér!!
Hún hafi þá séð hann vera að dansa mjög svo óviðeigandi við þessa umræddu vinkonu og confront-að hann á staðnum. Hann lýgur að mér að sko neinei þetta var ekki þessi óviðeigandi vinkona heldur önnur, sem ég btw treysti 100% og ég trúi bara því sem hann segir.
Tveimur dögum seinna fæ ég að heyra réttu söguna. Ég hringi í kærastann og segi honum að ég viti hvað hafi gerst. Hann kemur heim og reynir eins og hann getur að snúa útúr þar til hann gefur eftir. Þá hafði hann farið downtown með vinahópnum og hann og “vinkona” mín voru að dansa. Það hitnaði í kolunum hjá þeim og hann var að kyssa hana á hálsinn og þau nuddandi sér upp við hvort annað allt á meðan ólétta ég er sofandi heima eftir að hafa gert hana fína og sæta og lánað henni föt af mér!!
Mér var alveg sama þótt þau sváfu ekki saman, þetta er samt framhjáhald. Mér leið ömurlega í marga mánuði eftir þetta.
Sigríður Anna – “One’s company, two is a crowd but three is a party!”
Við vorum saman á djamminu öll þrjú.
Á tímabili fyrir það höfðu verið áberandi mjög óviðeigandi samskipti þeirra á milli.
Við erum saman í 101 að skemmta okkur, og skemmtum okkur vel. Hún kemur svo með okkur heim því hún var ekki með pening fyrir leigubíl.
Þegar við komum heim heldur gamanið áfram hjá okkur þrem en núna inní svefnherberginu.
Svefnherbergis leikurinn gengur í smá tíma en ég stoppa það fljótt af þar því mér fannst þetta orðið svo óþægilegt og mér leið alls ekki vel í aðstæðunum. Ég gerði þeim báðum grein fyrir því að ég væri ekki til í þetta lengur svo þarna hættum við og ákveðum að panta pizzu.
Pizzan kemur, þau fara fram að borða en ég var orðin svo þreytt svo ég ákvað að fara sofa.
Þegar við komum heim heldur gamanið áfram hjá okkur þrem en núna inní svefnherberginu.
Hálfu ári seinna erum við stelpan að tala saman á Facebook. Hún segir þá allt í einu “Það gerðist svolítið meira…” en hún var þá búin að vera misskilja það sem við vorum að tala um og hálfpartinn segir mér þetta óvart, – hún var þá að tala um kvöldið sem við fórum öll saman heim.
Ég spyr hana meira útí þetta en hún vill ekki segja mér neitt og segir mér að tala við kærastann minn. Ég geri það en hann neitar og reynir að halda því til streitu. Á endanum segir vinkona mín mér hvað gerðist, en hún sagði að hann hefði “sett hann inn”.
Ég segi kærastanum frá þessu en hann segir að hann hafi BARA komið við hana, (fáránlegt ég veit) og þetta átti að hafa gerst meðan ég ligg sofandi á milli þeirra!!! Þau segja sitt hvora söguna sitt á hvað og enn þann dag í dag veit ég ekki hvað gerðist.
Það slitnaði uppúr vinskapnum á tímabili en í dag er ég búin að fyrirgefa henni og við orðnar vinkonur aftur.
Ég hélt því miður áfram að vera með manninum en ekki vegna þess að ég vildi það. Hann var mikill ofbeldismaður og því miður þorði ég ekki að fara strax frá honum en er sem betur fer laus við hann í dag.
Átt þú svona sögu sem þú vilt deila með okkur? Sendu okkur póst á pjatt@pjatt.is og við birtum hana undir dulnefni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.