Við Pjattrófur höfum fengum þær fréttir að María Másdóttir blómaskreytir hjá Blómahönnun sé þessa dagana stödd í Svíþjóð á fullu að plana og skreyta fyrir hið konunglega brúðkaup Victoriu svíaprinsessu og Daniels Westlings unnusta hennar.
Sagan segir að fyrir nokkrum árum síðan hafi María skreytt fyrir veislu sem haldin var til heiðurs Victoriu hér á landi.
Blómaskreytingingarnar voru það listavel gerðar að Victoria gat ekki gleymt þeim og prinsessan lét leita Maríu uppi fyrir brúðkaupið sitt og Daniels sem verður nk. laugardaginn kl 3:30.
Brúðkaupið verður hið glæsilegasta enda von á þjóðhöfðingjum og stjörnum allstaðar frá og því verður ekkert til sparað fyrir enda stórviðburður sem verður sjónvarpað live í nokkrum löndum.
Og það er því gaman að segja frá því að íslensk kona hafi skreytt þessa flottu veislu með blómum sínum. Við munum taka sérstaklega eftir þeim!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.