Kreppan hefur leitt svo margt skemmtilegt af sér. Meðal annars hefur hún leyst úr læðingi geggjaðan sköpunarkraft íslenskra kvenna.
Ein þessara kvenna er hún Erla Ósk Arnardóttir sem gerir þessar skemmtilegu sápur í sápubakaríinu sínu. Sápurnar líta út eins og himneskt gotterí úr gamaldags bakaríi, eða ís beint úr vélinni en auðvitað ertu ekkert að fara að borða þær.
Ef þú átt vinkonu sem elskar að baka, bollaköku ‘enthusiast’ eða sælkerakarl er þetta frábær gleðigjafi á gefnu tilefni. Eins sé ég það fyrir mér að litlar, pjattaðar sex ára stelpur gætu fílað þetta í botn.Nú svo er auðvitað alltaf gaman að kaupa eitthvað innlent til að hlúa að þjóðarhag í leiðinni.
Sápurnar úr Sápubakaríinu er hægt að fá víða t.d. í Fatabúðinni , Skólavörðustíg 21, Original, Smáralind, Hrím, Hofi, Akureyri, Býflugunni og Blóminu, Gleráreyrum 2, Akureyri, Póley, Vestmannaeyjum og hjá Borgarhóll – art and craft, Seyðisfirði.
Smelltu HÉR til að sjá viðtal sem var tekið við Erlu á Vísi í vor og HÉR er svo FB síðan hennar þar sem þú getur lækað og fræðst svolítið meira.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.