Þessir fallegu bóka og fatasnagar eru íslensk hönnun þeirra hjóna Ágústu og Gústavs en þau eru búsett í Danmörku. Hjarta skandinavískrar hönnunar!
Snagarnir eru gullfallegir, skemmtilegir, fjölbreyttir og bara alveg meiriháttar flottir! Með hverjum bókasnaga fylgja 12 snagar en hægt er að kaupa auka snaga ef vill. Ég er nú þegar búin að leggja inn eina pöntun því ég kolféll fyrir þessari frábæru hönnun en hægt er að panta á heimasíðu þeirra www.augustav.com. Einnig er hægt að nálgast vörurnar hjá í Kraum í Aðalstræti og Hrím á Laugaveginum.
Þau lauma einnig á annari snilld, en það eru rúmsnagar sem virka eins og náttborð og mun vera pláss fyrir Ipone-inn á einum snaganum! Rúmsnagarnir verða til sölu með haustinu. Frábær nýjung fyrir bækunar og eins fatasnagarnir. Sé þá fyrir mér í fallegum forstofum, inn í svefnherbergi, baðherbergi, vinnustöðum, já þeir passa nánast hvar sem er.
Endilega kíkið á síðuna þeirra og fylgist vel með þessum flottu og glæsilegu hönnuðum.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.