Begga Design er komin með brúðarkjólalínu sem hún fékk hugmyndina að vegna áskorana viðskiptavina sinna.
Berglind Hrönn Árnadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá IADE hönnunarskóalnum í Madrid árið 2002 og hefur siðan þá selt hönnun sína í verslunum í Madríd ásamt því að vinna fyrir önnur spænsk merki. Nú er einnig hægt að fá hönnun hennar á Íslandi en merkja má innblástur frá bæði Spáni og Íslandi í hönnun hennar.
Í lítilli verslun myndast náið samband við kúnnana sem oft komu til hennar í leit að brúðarkjólum eða kjólum til vera í í brúðkaupi. Margar þeirra óskuðu eftir brúðarkjólum með Beggu Design ívafi og Begga ákvað að verða við þeirri ósk og gera litla brúðarlínu fyrir sumarið 2012.
Brúðarlínan er mjög vönduð og örfáir kjólar gerðir í hverri sort . Mikið er lagt í hverja flík og handsaumaðar perlur og kristallar skreyta marga hverja. Útkoman eru rómantískir kjólar með látlausu yfirbragði.
Begga ákvað að gera kjóla sem væru bæði þægilegir að vera í og þægilegir í sölu. Margir eru þeir sniðnir þannig að ein stærð hentar öllum. Begga notast aðallega við silkimjúkt shiffon, blúndur og svo handsaumar hún í suma þeirra náttúrulega steina eins og perlur, ametyst, kvarts og kristalla.
Kjólarnir eru til sölu en ekki leigu og þá er hægt að fá í 20BÉ á horni Laugavegs og Klapparstígs.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.