Í allri þessari neikvæðni og sundurleitni sem legið hefur yfir landinu undanfarið skulum við leggja niður stríðsaxirnar í dag og gleyma því hvaða “boxi” við tilheyrum.
Með eða á móti, það skiptir ekki máli. Gefum okkur frí frá karpi og deilum og fögnum stærsta sigri okkar sem þjóðar. Í tilefni dagsins tók ég saman ótæmandi lista yfir séríslensk fyrirbrigði sem við ættum að þakka fyrir á hverjum degi.
2. Álftagerðisbræður
3. Esjan
4. Vigdís Finnbogadóttir
5. Halldór Kiljan Laxnes
6. Vatnið
7. Þingvellir
8. Björgvin Halldórsson
9. Pönnsur (þá er ég að tala um pönnsur með sultu og rjóma bornar fram á fati í félagsheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi)
10. Hemmi Gunn
11. Tónlist: Undir bláhimni, Söknuður, Í fjarlægð, Heyr mína bæn, Rósin, Nú sefur jörðin, Ég bið að heilsa, Ferðalok (“Ég er kominn heim”), Einn dans við mig og svo miklu fleiri slagarar.
12. Davíð Stefánsson
13. Helgi í Góu
14. Hafnarfjörður
16. Flatkökur með smjéri og hangikéti.
17. Íslenski hesturinn (hann er möst á alla lista, hvaða lista sem er)
18. Kristján Jóhannsson
19. Sverrir Hermannsson
20. Guðmundur Ólafsson (Lobbi)
21. Baltasar Kormákur
22. Stefán Íslandi
23. Ömmur okkar og afar
24. Egils Appelsín í glerflösku með lakkrísröri
Listinn heldur áfram út í óendanleikann og ykkur er velkomið að senda mér línu ef þið viljið bæta einhverju við hér á Pjatt.is. Sjálf myndi ég bæta mun fleiru á hann en hef hreinlega ekki tíma, þarf að blása í síðustu blöðruna og klára að baka.
Elsku fallega landið mitt, Íslendingar nær og fjær
– Gleðilega hátíð!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.