Ísak Freyr Helgason er flestum Pjattrófum vel kunnur og þá sérstaklega þeim sem hafa lagt sig fram um að fylgjast með tískunni.
Ísak hefur getið sér gott orð sem einn fremsti förðunarfræðingur landsins og er orðin mjög eftirsóttur til þeirra starfa í dag. Hann ferðast mikið innan sem utanlands við vinnu sína en ferðalögin og fólkið segir hann skemmtilegasta hluta starfsins. Við fengum þó að vita svolítið meira um Ísak… meðal annars að hann hefur unnið á kassa í Rúmfatalagernum og fer stundum með æðruleysisbænina.
Hvernig finnst þér best að byrja daginn?
Ég byrja ávallt daginn á því að fá mér sterkt kaffi. En ef ég er að farða yfir daginn þá fæ ég mér koffínlaust kaffi því ég titra stundum þegar ég fæ koffín í líkamann minn.
Hvernig bregstu við stressi?
Mér finnst rosalega gott að taka góðan og djúpan andardrátt. Svo fer ég stundum með æðruleysisbænina.
Ertu skipulögð manneskja?
Myndi ekki segja það. Ég er með rosalega mikinn athyglisbrest og á því oft erfitt með að skipuleggja mig. Ég er með drauma og áhuga á mjög mörgu og það ýtir oft skipulaginu frá.
Leiðinlegasta vinna sem þú hefur unnið?
Á kassa í Rúmfatalagernum.
Það skemmtilegasta við starfið þitt í dag?
Mér finnst svo gaman að fá að ferðast og kynnast fólki. Svo mikið af áhugaverðu og inspírerandi fólki sem ég fæ að kynnast.
Hvað gerirðu til að halda geðheilsunni góðri?
Ég teikna myndirnar mínar. Þær eru alltaf mín leið á betri stað ef mér líður ekki vel.
Áttu uppáhalds kokteil?
Nei reyndar ekki. Elska alla kokteila med elderflower i!
Uppáhalds lagið 2013?
nuna er eg med aedi fyrir Emily Wells – Becomes the color ur Stoker myndinni.
Hvað skilurðu ekki við hitt kynið?
Skil konur vel. Skil samt oft á tíðum ekki karlmenn.
Hefurðu gert hamborgara frá grunni?
Nei! Mér finnst það hræðileg tilhugsun!
Besti veitingastaður sem þú hefur komið á?
Alain Ducasse á The Dorchester hótelinu í London.
Kaffi með mjólk eða svart?
Mjólk og hálfan sykur!
Ef þú værir borgarstjóri í viku og fengir 200 milljarða til ráðstöfunar, – hverju myndirðu breyta fyrst?
Ég myndi mála öll hús í 101 Reykjavík í NEON litum.
Hefurðu prófað að sleppa því að nota sjampó og hárvörur?
Já, þegar ég var með sítt hár. Það virkaði vel en var rosalega slæmt til að byrja með. Maður þarf að bíða í að minnsta kosti þrjár vikur þar til hárið fer að “þrífa sig sjálft”.
Næsta stóra tilhlökkunarefnið?
Verkefni í Feneyjum!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.