iPad er hin fullkomna gellugræja! Og skólatölva! Og vinnutæki, afþreying fyrir krakkana, dvd spilari í bílinn, tónlistarspilari, myndaalbúm, netvafri, til að lesa fréttirnar, tölvupóstinn og hanga á Facebook. Og svo fullt, fullt meira. Svo það skal enginn reyna að segja mér það að þetta tæki sé tilgangslaust eða peningasóun.
Ég er búin að eiga minn iPad í nokkrar vikur og ég veit ekki hvernig ég fór að án hans.
Ef ég væri að fara í skóla í haust, þá myndi ég kaupa mér iPad í staðinn fyrir fartölvu. iPad er miklu meðfærilegri, skemmtilegri og léttari og fer einkar vel í veskið. Það þarf semsagt enginn að bera tölvutösku með sér allan daginn OG veski. Ég tek iPadinn minn líka alltaf með mér á fundi, skrifa niður minnispunkta, leita upplýsinga á netinu og rafhlaðan dugar mér allan daginn. Maður kemst fljótt upp á lagið með að nota lyklaborðið á skjánum en það er líka hægt að kaupa lyklaborð og tengja við iPadinn eða bara hreinlega kaupa hlíf fyrir iPadinn með innbyggðu lyklaborði.
Seinasta sunnudagsmorgun fékk ég mér kínverskt te, hjúfraði mig upp í sófa og las nýjustu fréttirnar rafrænt beint af iPadinum í staðinn fyrir sunnudagsmoggann. Nútíminn er kominn.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yIFiFntb4lo[/youtube]
Nú þegar rétt svo ár er liðið frá því að iPad kom fyrst á markað þá er Apple tilbúið með næstu útgáfu: iPad 2. iPad 2 önnur sending af iPad tvö er á leið til landsins en sú fyrsta seldist auðvitað upp.
Þú getur pantað iPad 2 á epli.is núna og þá verður þú sú fyrsta til að sporta þessarri nýju, glæsilegu græju! iPad 2 fæst í svörtu eða hvítu, með mismiklu minni (rétt eins og iPod) og þú getur valið um græju sem notar eingöngu þráðlaust net (wi-fi) eða 3G (þá þarf sim kort eins og í síma og þú borgar fyrir gagnamagn en kemst alltaf og alls staðar á netið). Helsti munurinn frá fyrstu útgáfunni er að iPad 2 er með tvöfaldri myndavél, að aftan og framan, sem þýðir að þú getur bæði notað hann sem venjulega myndavél og í video símtöl. Geggjað! iPad2 kostar frá 79.900kr.
Fræga fólkið hefur kolfallið fyrir þessarri græju, kíkið bara á myndirnar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.