Það væri nú ljúft að slappa af í þessu fallega sumarhúsi.Hönnunin er falleg og hlýleg með smá retró fíling. Stórir og fallegir gluggar hleypa dagsbirtunni vel inn svo hún leikur um allt húsið.
Svarta eldhúsinnrétting kemur virkilega vel út með viðar gólfunum og hvítu 10×30 cm flísunum.
Múrsteina veggirnir fullkomna svo sumarhúsa útlitið og gefa afslappað og gamaldags andrúmsloft. Húsgögnin eru gamalt í bland við nýtt, allt myndar góða heild.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com