Leikkonan Sarah Jessica Parker og eiginmaður hennar Matthew Broderick hafa sett húsið sitt í Greenwich Village á sölu eftir að hafa búið þar í aðeins tvö ár.
Um er að ræða smekklegt og settlegt hús með fimm svefnherbergjum sem þau keyptu árið 2011.
Þar er meðal annars að finna ekki eitt heldur TVÖ fataherbergi þar sem tískudívan og leikkonan geymir safn sitt af Manolo og Louboutins skó.
Það eru heil sjö eldstæði eða arnar í húsinu og mjög fallegur garður á bak við það en þetta er fjarri því að vera standardinn í New York þar sem jafnvel ríka fólkið þarf að gera sér minna að góðu.
Í húsinu eru sjö baðherbergi, stórir og fallegir gluggar og meiriháttar fallegt skrifstofuloft.
Útfærslan er fremur hefðbundin miðað við það sem gengur og gerist hjá mörgum stórstjörnum en það er óhætt að segja að frúin hafi góðan smekk þó hann sé á köflum pínulítið ‘boring’ og alls ekki eins djarfur og frumlegur og það sem finna má í fataskápnum hjá henni.
Þetta er þó allt mjög veglegt og vandað, því er ekki að neita.
Sætt krakkaherbergi með indíánatjaldi.
Eitt af svefnherbergjunum. Flottur stóri spegillinn fyrir ofan skenkinn.
Nóg pláss. Hér er stofa í svefnherbergi og eldstæði.
Baðkar úti á miðju gólfi og ‘limestone’ flísar á gólfinu. Sturtan líka flott og þarna eru tveir vaskar og eldstæði.
Skrifstofuloft, fundaaðstaða og bókasafn. Jú, og borðtennisborð.
Hvernig finnst þér? Áttirðu von á að hún væri djarfari eða kemur þetta ekki á óvart. Förum yfir það á Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.