Vogue.com fékk að kíkja í heimsókn til hönnuðarins Erin Fetherston en hún býr í fallegri íbúð í New York með útsýni yfir Hudson ána. Íbúðin er mjög rómantísk og stelpuleg en Erin bjó í Frakklandi í fimm ár og nýja New York íbúðin hennar er klárlega undir frönskum áhrifum….
…Það tók Erin fimm ár að finna draumaíbúðina sína í New York en hún bjóst ekki við því að það yrði svo erfitt. Loksins fann hún svo fullkomna íbúð fyrir sig…hátt til lofts, stórir gluggar og fallegt útsýni. Erin átti mikið af gömlum húsgögnum sem hún þurfti að láta senda frá Frakklandi til New York sem tók nokkra mánuði en Erin segir biðina hafa verið vel þess virði.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá Erin í fallegu draumaíbúðinni sinni:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.