Þessi litla íbúð heillaði mig í dag en í henni er að finna margt sniðugt og fallegt. Mjúkir og mildir tónar einkenna húsbúnaðinn, eldhúsið er æðislegt en þar spila bláu glerflísarnar stórt hlutverk.
Fiskibeinaparketið í stofunni er mjög sjarmerandi. Það er gert mikið úr litlu plássi í þessari íbúð. Í stofunni er lítill sófi en kollum er raðaðir saman í stafla svo auðvelt sé að mynda fleiri sæti fyrir gesti.
Speglarnir á svefnherbergis skápunum gera það að verkum að herbergið virðist stærra en það er.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com