Glæsilegur stíll, flottir smáhlutir og meiriháttar litaval einkennir íbúðina hennar Nönju
Naja er danskur fatahönnuður sem hefur skapað sér flott nafn fyrir sína fallegu, klassísku hönnun. Heimili hennar er einnig glæsilegt en þar hefur hún blandað saman náttúrulegum litum á móti svörtum og hvítum. Smáhlutir, ljós og listaverk skapa karakterinn sem er einstakur. Hlýlegur og skemmtilegur.
Náttúrulegu litirnir blandast frábærlega saman, takið eftir púðunum og teppinu undir sófaborðinu.
Kamínan er stofustáss bara ein og sér enda fátt fallegra en vel hirt kamína sem setur sitt mark á heildarsvipinn.
Eldhúsið er stútfullt af fallegum munum sem er raðað upp á einstakan og flottan máta. Listaverkið á veggnum er algjörlega í réttum litatónum sem fullkomnar heildina og gefur henni sinn einstaka karakter.
Þrátt fyrir að baðherbergið væri svona af minnstu gerð tókst henni að gera það ótrúlega fallegt, bara með smá málningu og réttu litavali. Bakkinn með kertunum og skrúbbnum skemmir heldur ekki fyrir. Algjört æði þetta baðker!
Svefnherbergið er hlýlegt og smart með smá áhrifum frá Marokkó en vinsælt er í dag að blanda nýju, gömlu og munstum ættuðum frá Marokkó í rými. Það gefur góða dýpt, hlýleika og auðvita risa karakter.
Dásamlega vel gert hjá hinni dönsku Naja Munthe, nú er bara að fara að kíkja á fatalínuna hjá henni og athuga hvort maður verði ekki jafn hrifin.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.