Þegar kemur að því að skoða heimili hjá hönnuðum kemur oft fram þeirra persónulegi stíll. Þá kemur í ljós að eiga fallega hluti, einstaka hluti, eitthvað sem enginn annar á – er eitthvað sem margir hönnuðir elska.
Ég kíkti í heimsókn til sænska innanhúshönnuðarins Marie Olsson Nylander sem býr í heimalandi sínu. Húsið hennar er byggt 1970 og var í mikillri niðurníðslu þegar þau hjónin keyptu það. En þau gerðu það upp á mjög skemmtilegan hátt og náðu að blanda hlutum inn á einstakan máta. Það er ótrúlega gaman að skoða þessar myndir, hlutirnir eru svo einstakir og fallegir og litasamsetningin ómótstæðileg. Hlýleiki er allsráðandi og gaman að sjá gömlu uppgerðu húsgögnin í bland við hið nýja.
Skandinavísk hönnun er að vísu mitt uppáhald þannig að ég er alveg dolfallin fyrir þessu hjá henni Marie.
Algjör snillingur!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.