
Stjörnu stílistinn og fagurkerinn Linda Rodin hefur með árunum komið sér upp yndislega ævintýralegu heimili á Manhattan.
Linda ferðaðist mikið á árum áður og safnaði skeljum sem má sjá víðsvegar um íbúðina. Þá átti móðir hennar og rak antikverslun og segir Linda að það hafi haft mikil áhrif á hvernig hún hefur komið sér fyrir í þessari snotru íbúð.
Hér má sjá myndir af þessu fallega heimili sem hún hefur aldeilis nostrað við.
Meira um Lindu Rodin hér.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.