Fyrsta morguninn minn í Vestmannaeyjum um daginn álpaðist ég inn á fyrsta kaffihúsið sem ég fann.
Vinaminni er staðsett í einu verslunarmiðstöðinni í Vestmannaeyjum en það er bæði gengið inn frá Vesturvegi 5 og Bárustíg (gegnt Sparisjóðnum)
Við turtildúfurnar pöntuðum okkur nýsmurt rúnstykki, heitt kakó gert úr 55% belgískum súkkulaðidropum og þrefaldan kaffi latte sem kallast því gælunafni Gibson (Af því að Mel Gibson pantaði sér svona kaffi á Íslandi einhverntíman) og fengum okkur sæti upp við vegginn.
Ekki var verra fyrir turtildúfutölvunerðina að uppgötva að rafmagnstenglar voru út um allt á kaffihúsinu og ókeypis þráðaust net og var ákveðið að þetta yrði sko staðurinn til að fara á alla morgna og rúmlega það þegar við værum í Eyjum. Sem svo rættist þar sem á sunnudeginum var leiðinlegt veður og við héngum á Vinaminn í fjóra tíma! Hvernig var annað hægt, með Internet, bestu Bounty Köku sem ég hef smakkað, unaðslegt kaffi og belgískt súkkulaði *mmmmmm*
Vinaminni þykir einstaklega hentugt fyrir lifandi tónlist og upplestur og er mikil menning þar og er gott pláss fyrir tónlistarfólk og aðra listamenn, góð lýsing og hljómburður í hæðsta gæðaflokki en Kaffihúsið tekur 70 manns í sæti.
Svo bara skella sér í einni kaffibolla og fá sér Bountykökuna þegar þú ferð næst til Eyja!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.