
Þrjúhundruð manns hafa nú gengið í hóp sem vill stöðva eins manns hersveit Gylfa Ægissonar gegn opinberri samkynhneigð.

Hópurinn heitir einfaldlega Stöðvum Gylfa Ægisson en hann er að finna á Facebook. Það er Magnús Jóhann Cornette sem stofnaði hópinn en hann er giftur Skyldi Eyfjörð, dragdrottningu með meiru.
Magnús er einfaldlega á þeirri skoðun að Gylfi eigi ekki að komast upp með þennan hatursáróður en eins og flestir vita lét hann fyrst í sér heyra eftir gleðigönguna fyrir ári eða tveimur þar sem hann hneykslaðist á því hvað fólk var þar opinskátt með kynhneigð sína.
Skemmst er að minnast þess þegar Gylfi talaði um börn með ‘typpasleikjó’ og annað ósiðlegt sem enginn virðist hafa orðið vitni að nema Gylfi sjálfur.
Á síðunni birta meðlimir hópsins skjáskot af orðum sem Gylfi hefur látið falla um samkynhneigða en svo virðist sem hann geri lítinn mun á barnaníðingum og samkynhneigðum.
„Tveir kallar að riðlast í afturendunum á hver öðrum er hreinlega óeðli,“ segir Gylfi og spyr í leiðinni hvort fólki finnist skrítið að hann vilji vara börn við því.
![Gísli Rúnar, Gylfi og Megas en sá síðastnefndi samdi t.d. lögin Litlir sætir strákar og Fílahirðirinn frá Súrin. [mynd: grindavik.is]](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2014/08/kanturball.jpg?resize=284%2C213)
[mynd: grindavik.is]
Nú er að bíða og sjá hvernig þetta mál þróast. Verður söngvarinn borubratti með sama skæting að ári eða verður þaggað niður í honum með sektum?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.