Indverska prinsessan Leoncie er heldur betur ósátt þessa dagana og beinir nú reiði sinni að RÚV sem vill ekki senda hana út sem fulltrúa okkar í Eurovision.
… ekki einu sinni fá hana í undankeppni. Á Facebook síðu sinni segir Leoncie að þetta sé alltaf sami hatursglæpurinn, sama neikvæða svarið sem hún fær nú í meira en 32 ár.
Hún lætur þetta þó ekki stoppa sig því planið er að gefa út nýtt jólalag sem hún segir að eigi eftir að trylla gervalla heimsbyggðina.
„Guð er frábær og allir dagar á jörðinni einkennast af velgengni fyrir mig,“ skrifar Leoncie og bætir jafnframt við að textarnir séu Super Fantastic og muni gera alla íslensku rasistana afbrýðissama. Og nú bíðum við auðvitað spenntar eftir að heyra þessi stórkostlegheit!
Hér er nýjasta afurð hennar á Youtube. Lagið Going Places… en það fjallar um ferðalög. Allt að gerast hjá prinsessunni….
[youtube]http://youtu.be/kiJl3yvLebc[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.