Hefurðu einhverntímann spáð í því að á okkar litla landi eru einstaklingar sem eiga fáa eða engan að og nú þegar koma jól fá þeir enga gjöf?
Hefurðu einhverntímann spáð í því að á Íslandi dvelja um 350 manns í úrræðum fyrir geðsjúka og heimilislausa yfir hátíðarnar?
Hefurðu einhverntímann velt fyrir þér hvað þú getir gert til að ylja þessum einstaklingum yfir hátíðarnar?
Ég veit um verkefni sem stefnir að því að gefa öllum 350 einstaklingum gjöf um jólin, öllum þeim sem þurfa að dvelja í úrræðum fyrir geðsjúka eða heimilislausa yfir hátíðarnar. Það heitir því fallega nafni „Gefðu gjöf sem yljar“ og þú getur fundið það á Facebook.
Hvernig getur ÞÚ orðið að liði?
- Sett „like“ á síðuna „Gefðu gjöf sem yljar“
- Boðið fram vinnuframlag í 1-2 klukkustundir við að pakka inn gjöfum
- Gefið gjöf (tillögur um gjafir er að finna á Facebook síðunni)
- Prjónað eða heklað og gefið í verkefnið
- Sagt öðrum frá og hvatt þá til að taka þátt
- Hjálpað til við að safna gjöfum
Ekkert framtak er of smátt og öll aðstoð vel þegin. Tekið er við úti um allt land og gefið er í flest úrræði fyrir þessa einstaklinga um allt land.
Vertu með í að ylja samborgurum okkar um hjartarætur um hátíðarnar. Gefðu gjöf sem yljar!
Síðasti skiladagur gjafa er 5. desember.
Sveindís Þórhallsdóttir útskrifaðist í vor með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands en býr nú í fallegum bæ á Finnlandi þar sem hún leggur stund á mastersnám í íþrótta- og æfingasálfræði. Sveindís er jafnframt einkaþjálfari, heldur úti fjarþjálfun á vefsíðu sinni og hefur mikinn áhuga á hvers kyns hreyfingu og heilbrigði.
Pole fitness á hug hennar allan og fríkvöldunum er oftar en ekki varið í að teygja fyrir framan sjónvarpið. Hún á eitt stykki frábæran kærasta og dreymir um að bæta kisu á heimilið.