Það er alltaf gaman að skoða myndir af stælishhhh fólki og fá smá inblástur. Maður fær stundum annað sjónarhorn á fataskápinn við að horfa á hvernig aðrir klæða sig.
Oft þegar ég er að fara eitthvað fínt og veit ekkert í hverju ég á að vera (gerist alltof oft miðað við hvað ég á mikið af fötum!!) skoða ég myndir af tískufríkum og fæ innblástur frá þeim. Mjög sniðugt!
Maður má samt ekki missa sig í gleðinni, haltu þig við ÞINN stíl, klæddu þig eins og þér finnst flott og þá líður manni best, ekki fara útí það að herma, þá missir maður alveg karakterinn.
Nokkrar flottar:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.