Við könnumst flestar við söngkonuna, leikkonuna og jógadívuna Ingibjörgu Stefánsdóttur sem á og rekur Yoga Shala.
Ingibjörg hefur í ansi mörgu að snúast enda hefur hún átt þrjú börn á rétt rúmlega fjórum árum. Hún segist þurfa að passa sig að borða nóg og fær ekkert samviskubit yfir því að fá sér heimagert súkkulaði í morgunmat.
Hvað gerir þú helst til að halda góðri heilsu?
Ég finn, eftir að ég eignaðist börn hvað svefninn er ótrúlega dýrmætur. Stundum þarf ég ekki annað en að ná góðum svefni til að hrista af mér flensu eða kvef sem er að læðast inn.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Ég fæ mér oftast smoothie í morgunmat með fullt af ofurfæðu og berjum eða hafragraut. Ég borða hollan mat, mest grænmetisfæði og ofurfæði, fisk og stundum lambakjöt. Núna t.d raða ég í mig be pollen og Maca til að hafa orku með öll þessi börn .
Hvað hreyfirðu þig oft í viku og hvernig?
Ég er nýbúin að eignast barn og á tvo önnur undir 5 ára aldri svo ég hef ekki getið hreyft mig mikið undanfarið. Ég tek líka alltaf rúmlega 3 mánuði til að jafna mig eftir fæðingu, leyfa grindinni að ganga saman og fl. Mín uppáhalds hreyfing er YOGA. Annað sem mér finnst mjög mikilvægt til að halda heilsu er að næra sig líka ANDLEGA. Ég hef svo sannarlega upplifað hvað það skiptir miklu máli. passa að keyra sig ekki út í vinnu, lifa lífinu. Sem sagt EKKERT STRESS.
Það fer senn að líða að því að ég fari að iðka mitt yoga á ný. Stefnan er að iðka 4-5 sinnum í viku, heima til að byrja með.
Hverju finnst þér auðvelt að sleppa og hvað gætirðu aldrei gefið upp á bátinn?
Mér finnst ekkert mál að sleppa unnum kjötvörum eða unnu morgunkorni eins og t.d serios svo ég nefni nú eitthvað. Ég er meira fyrir lifandi mat, sem er sem minnst unnin og eyðilagður. Ég ætti erfitt með að gefa alveg upp grænmeti og ávexti.
En á milli mála?
Milli mála. Já það er nú ýmislegt: súkkulaði sem ég bý til sjálf og er ekkert óhollt…mmm elska það og fæ mér það meir að segja stundum í morgun mat án þess að fá nokkurt samviskubit. Ég fæ mér stundum aðra smoothie ( svo fljótlegt og stútfullt af næringu) þá græna, eða grænan safa sem ég bý til sjálf eða sæki mér á lifandi markaði, Gló eða Happ. ég fæ mér ávexti. Undanfarið ef ég sótt mikið í sætt og hef þá fengið mér köku eða einhverskonar gotterí á heilsustöðunum sem ég nefndi eða dökkt súkkulaði. Ég þarf bara að passa að BORÐA og aftur borða því ég er með barn á brjósti.
Geturðu gefið okkur eina góða og einfalda uppskrift að einhverju heilsusamlegu (má vera hvað sem er).
Hér er uppskrift af smoothie sem ég fæ mér oft og er algjör snilld…
- 1 bolli möndlur ( gott að leggja möndlurnar í bleyti kvöldið áður samt ekki nauðsynlegt)
- 1 -2 döðlur
- 1 msk hemp fræ ( hulled hemp seeds)
- 1 og 1/2 frosnir eða ferskir bananar
- 1/2-1 bolli frosin eða fersk jarðaber
- 1-2 bollar vatn
- 1/2 – 1 tsk vanilla duft
- 1 tsk kókosolía
- 1-2 tsk Maca duft
- 1/4 – 1/2 tsk spirulina duft
Blanda öllu saman í KRÖFTUGUM blandara.
Uppskrift fyrir einn.
Skiptir máli að vera töff í ræktinni? Áttu þér uppáhalds línu í íþróttafötum?
Nei það skiptir ekki máli. Númer eitt að þú sért í einhverju þægilegu. Nei ég á enga uppáhalds línu…ennþá.
Nefndu eina konu eða karl sem þér finnst hreint afbragð þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl.
Solla Eiríks. Hún er náttúrlega snillingur að galdra fram góðan hollan mat og er flott fyrirmynd. Ég var að smakka hamborgara úr hráfæði hjá henni um daginn sem voru hreinlega frábærir. Komu rosalega á óvart.
Hvort ertu meira fyrir lífrænan lífsstíl eða prótein og lyftingar?
Ég er meira fyrir lífrænan lífstíl, ekki spurning. Hann hentar mér mjög vel.
Ertu með einhver ný markmið þegar kemur að heilsunni?
Markmiðið mitt núna er að komast í form líkamlega og elda meira. Ég get ekki sagt að ég sé neinn snillingur í eldhúsinu en ég er að æfa mig. Ég er alltaf að spá og spekúlera hvað börnunum mínum finnst gott að setja ofan í sig í hollari kantinum. stelpurnar mínar drekka græna smoothie eins og ekkert sé því þær hafa vanist því.
Ég má ekki gleyma að hugsa um sjálfa mig þessa dagana. Það er BRJÁLAÐ að gera með þrjú lítil börn sem ég hef eignast á fjóru og hálfu ári. Markmið mitt er sem sagt að finna jafnvægið á þessu öllu. Hlúa að fjölskyldunni og að sjálfri mér. Vera þolimóð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.