Sex In The City, Spice Girls, Gossip Girl… allt eru þetta hópar, nokkrar vinkonur með mismunandi karaktera, sérkenni, andstæðu sem samt smella svo vel saman í hóp.
Þetta var útgangspunkturinn þegar Ralph Lauren setti saman nýja og ákaflega ómótstæðilega línu af ilmum fyrir bæði karla og konur en hér ætlum við að fjalla um kvenilmina sem fengið hafa nafnið RALPH LAUREN, BIG PONY og eru byggðir á fjórum mismunandi týpum.
Sporty
Sensual
Free spirited
Stylish
__________________________________________
SPORTY
Númer 1 kemur í bláu glasi og er fyrir “sporty” týpuna. Henni er lýst sem sjálfsöruggri dömu sem hræðist fátt, er fæddur leiðtogi og tilbúin að leggja heiminn að fótum sér.
Sporty kemur í blárri flösku og eru aðalilmefnin í honum Greipaldin og Blár Lótus- ferskur með sítrusblæ.
__________________________________________
SENSUAL
Ilmur númer 2 er í bleiku glasi og hann er sá sem ég gersamlega féll fyrir- ég kalla hann viðhaldið mitt því ég er svo skotin í honum! Sá ilmur er fyrir týpuna sem er “sensual” eða nautnafull, týpan sem fylgir hjarta sínu og gæti brotið þitt! Hún er daðrari en samt sem áður afar rómantísk.
Aðal ilmefni þessarar lyktar eru Trönuber og Tonka Mousse- yndislegur með ávaxtakeim.
__________________________________________
FREE SPIRIT
Númer 3 kemur í gulu glasi og er tileinkaður þeim sem eru “free spirited” eða frjálsar og andlega þenkjandi. Sú týpa er svolítið villt og sjálfstæð, spilar eftir eigin reglum og fer alltaf að þolmörkum sínum- hún elskar að uppgötva nýja hluti og lifir í augnablikinu.
Aðalilmefni hans eru Pera og Mímósa blóm- blómkenndur, ferskur og unaðslegur.
__________________________________________
STYLISH
Númer 4 er í fjólubláu glasi. Sú sem velur hann er “stylish“, frekar dramatísk og þorir ýmsu, hún er hrókur alls fagnaðar og með sérstakan og skemmtilegan persónuleika.
Aðalilmefni hans eru Kirsuber og Amber- þessi ilmur er blómkenndur og dásamlegur.
__________________________________________
Þú verður ekki svikin af þessum. Þess má einnig geta að litlu glösin koma í 30 ml umbúðum og því eru þau tilvalin í flug og ferðalög -smellpassa í snyrtibudduna!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig