Árið 2008 komu Shiseido með Zen Gold ilmvatnið á markaðinn
Ilmurinn varð ákaflega vinsæll enda fágaður og flottur en fyrir nokkrum mánuðum kom ný útgáfa af honum á markað.
Hún heitir Gold Elixir og fæst aðeins í “limited” útgáfu.
Ilmurinn er hannaður með fyrrum Gold línurnar í huga, til að fullkomna línuna og veita henni enn meiri styrk. Svona smá eins og við segjum – “punkturinn yfir i-ið”
Ilmurinn er samsettur af blómum og þá aðallega amber, jasmínu og magnólíu.
Undirtónninn er vanilla og heildin er frekar kryddaður hlýr ilmur með fínlegum blómatónum.
Flaskan er eins í laginu og ilmvötnin sem áður hafa komið út í Gold línunni, kassalagað, þungt og flott.
Nýja glasið er þó með gylltum röndum sem setja flottan svip á glasið. Renndurnar minna á öldur, gylltar öldur. Ilmvatnið sjálft minnir líka á gull enda liturinn gylltur og hlýr.
Shiseido svíkur engan enda alveg frábærar vörur, nýjasta viðbótin í ilmvatnalínunni hjá þeim er algjörlega að slá í gegn og mæli ég með þessum frábæra ilmi fyrir þær sem vilja kryddaða, ákveðna, kvenlega og seiðandi ilmi.
Algjör lúxus í fallegu gylltu glasi. Shiseido ZEN Gold Elixir (Eau de Parfum Absolue).
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.