Franska fjölskyldufyrirtækið L’Occitane hefur gefið út nýja ilmvatnslínu sem inniheldur fjögur ilmvötn og þau sækja öll innblástur í lítið franskt þorp, þau eru hvert öðru ólík og koma í fallegum flöskum.
Ilmirnir sem ég hef prufað eru Jasmin & Bergamote og Magnolia & Múre þessir ilmir eru að mínu mati algjörlega svart og hvítt, annar er léttari í sér á meðan að hinn er þyngri og sparilegri.
Ég er búin að nota Jasmin & Bergamote núna í nokkurn tíma og er hæstánægð með þann ilm, það er léttur mandarínu og sítrónukeimur í honum og persónulega er ég alltaf hrifnari af ferskum og léttum ilmvötnum. Það er jarðar/gras keimur þarna líka og það kom mér á óvart hversu fljótt ég varð hrifin af þessari lykt. Jasmín lyktin er að sjálfsögðu til staðar en hún er alls ekki yfirþyrmandi og ég get hiklaust mælt með þessum ferska ilmi til daglegrar notkunar.
Magnolia & Múre er þyngri ilmur og sparilegri.
Mér finnst best að vera með létta lykt til að nota dags daglega og þegar ég er að fara eitthvað fínt þá vil ég breyta aðeins til og setja á mig þyngra ilmvatn sem er sparilegra. Magnólíu ilmurinn er sterkur en það er einnig keimur af rós í ilmvatninu og smá berjablær.
Ef þú fílar Magnólíu og ilmvötn sem eru aðeins í þyngri kantinum þá er þetta ilmur fyrir þig.
Hönnuðir ilmvatnanna eru Olivier Baussan sem stofnaði L´occitane og ilmvatnshönnuðurinn Karine Dubreuil. Eins og áður sagði kemur innblástur ilmanna frá Frakklandi og franska riveran átti sinn þátt þegar innblástur var sóttur við gerð þeirra.
Það er eitthvað fyrir alla í nýju ilmvatnslínunni frá L’Occitane – ég mæli með því að þú skellir þér í Kringluna og skoðir úrvalið eða líkir við síðu L’Occitane á Íslandi á Facebook. Frábærar náttúrulegar og ljúfar vörur.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig