Það er engin önnur en Julia Roberts sem er andlit “La vie est Belle” eða Lífið er fallegt, nýju ilmvatnslínunnar frá Lancome.
Það má segja að það henti vel að hafa Juliu sem andlit línunnar þar sem útgeislunin frá henni er einstök og hefur hún ákveðið aðdráttarafl í ljósvakamiðlunum og eftir að hafa fundið ilminn þá efast ég ekki um að þú verður sammála þar sem ilmurinn hefur einnig mikið aðdráttarafl. Unaðslega ferskur og léttur.
Ef flaskan er skoðuð ofan frá þá sést að hún er í laginu eins og bros, en eins og þú veist þá er Julia Roberts einnig þekkt fyrir sitt einstaka og persónulega bros sem gerir lífið fallegra.
Hér má sjá alveg frábærlega flott myndband sem auglýsir ilminn en það er svolítill Bond fílingur í því…
______________________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_WPAGAC1zRQ[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.