Fyrir alls ekki svo löngu síðan var ég alltaf, já ALLTAF með sama ilminn og ekkert fékk haggað því að ég myndi breyta til.
Síðan opnuðust gáttir og ég hreinlega fæ ekki nóg af því að prófa ný ilmvötn og leyfa skilningarvitunum að átta sig og byrja að elska fleiri ilmi.
Flotabotanica frá Balenciaga heillaði mig gersamlega upp úr skónum um leið og ég fann hana, ég datt nánast aftur fyrir mig þegar ég sprautaði lyktinni á mig mér fannst hún svo góð.
Þegar hún var búin að vera í smá tíma á húðinni lyktaði ég af úlnliðnum og fann strax einhvern ferskan sítruskeim, blómailmurinn er líka mjög sterkur og ég fíla hana, ég fíla hana í botn!
Það er einnig mintukeimur í lyktinni en blómailmurinn er samt sem áður allsráðandi. Ég verð samt að vara þig við, þessi lykt er svolítið sérstök og nokkrar dömur sem ég hef talað við eru ekki á sama máli og ég en þannig er það einmitt með ilmvötn, sama ilmvatnið hentar ekki öllum.
Leikkonan Kristen Stewart er andlit Florabotanica frá Balenciaga og mér finnst ilmurinn vera svolítið í anda hennar eða svolítið “líkar þér ekki við mig, mér er alveg sama það er fullt af öðru fólki sem líkar vel við mig”. Svei mér ef það er ekki smá töffaraskapur í ilmvatninu!
Flaskan er falleg og mjög skemmtilega hönnuð – röndóttur tappi og glær flaska með bleiku og fjólubláu ívafi og rendurnar fá einnig að njóta sín í flöskunni sjálfri. Ef þú fílar sterk, “unique” og töffaraleg ilmvötn þá er Florabotanica fyrir þig.
Þú getur svo lesið meira um samstarf Kirsten Stewart og Balenciaga HÉR í grein sem ég skrifaði áður en þessi dýrð kom á markað.
Ilvötnin koma í 30, 50 og 100 ml glösum og fást í Sigurboganum og Fríhöfninni
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig