Escada kynnir ný nýjan ilm á markaðinn en ilmurinn er í Especially Escada línunni.
Ilmurinn ber nafnið Espesially Escada Delicate notes og ilmurinn ber nafn með rentu en hann er mjög léttur í sér og frábær viðbót í ilmvatssafnið fyrir þær sem kjósa léttan og ferskan ilm.
Rósin er í aðalhlutverki í ilmvatninu, kvenleiki er einnig á hávegum hafður og þegar ilminum hefur verið sprautað á sig þá líður manni eins og maður sé nýkomin úr góðri sturtu eða baði-ilmurinn er það ferskur!
Pera spilar einnig lykilhlutverk í ilminum ásamt rósinni ásamt því að hann inniheldur framandleg og moskukennd orkufræ sem heita Ambrette seeds.
Það er engin önnur en ofurfyrirsætan Bar Rafaeli sem er andlit ilmsins en hún hefur verið andlit Especially Escada frá upphafi. Bar Rafaeli hentar vel sem andlit ilmsins en hún er glæsileg stúlka ásamt því að vera frjálsleg og hispurslaus en ilmurinn gengur líka út á lífsgleði og fröken Rafaeli nýtur svo sannarlega lífsins.
Ef þú ert að leita að ferskum og léttum ilm sem þú getur notað dags daglega (eða ert að leita að fallegri jólagjöf) þá mæli ég með þessum ilm og flaskan já flaskan er guðdómlega flott með hinum, gyllta tvöfalda E-merkja tappa og flaskan sjálf er ferköntuð og samspil hennar og tappans gera ilmvatnsglasið jafnvel af stofustássi sem á alls ekki heima upp í skáp heldur þar sem hún getur notið sín og gestir og gangandi geta notið hennar.
Especially Escada Delicate notes kemur í 30 og 50 ml umbúðum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig