Catch Me frá Cacharel er léttur ilmur sem kemur manni í gott skap og flaskan fær mann einnig til að brosa.
Persónulega er ég mjög hrifin af léttum ilmvötnum sem eru með ávaxtakeim og það er akkúrat þannig sem Catch Me er. Það er sítrus og blómakeimur í honum ásamt mandarínu og smá möndlukeim.
Flaskan sjálf er eitthvað sem vert er að tala um en hún er notuð sem punt inn á baðherberginu mínu þar sem hún er eins og flottur fylgihlutur á heimilinu og á alls ekki heima inn í skáp eða ofaní skúffu.
Ilmurinn hentar þeim dömum sem vilja létta og ferska ilmi, það þarf alls ekki að úða honum endalaust á sig til þess að lykta vel, tvær til þrjár sprautur eru miklu meira en nóg, ein á úlnliðinn og ein á hálsinn.
Þessi ilmur er flottur í jólapakkann í ár, mæli hiklaust með honum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig