Giorgio Armani hefur bætt enn einni rósinni í hnappagatið með dásamlegu ilmvatni sem heitir ACQUA di GIOA.
Ilmurinn fær innblástur sinn af hafinu og sagður sterkur, virðulegur og frjálslegur en þó í fullkonu samræmi við náttúruna.
Hönnuðir hans fengu innblástur eftir að hafa eytt nokkrum sumarfríum á eyjunum Pantelleria og Antigua en Giorgio Armani á einmitt nokkrar villur þar. Með ilminum gafst tækifæri til þess að fara aftur í huganum til strandarinnar og finna lyktina af umhverfinu og sjónum.
Lyktin er blanda af myntulaufum og límónum en þrátt fyrir það er einnig keimur af jasmínu, bleikum pipar og í grunninn er notaður gulur sykur. Það voru þrír hönnuðir sem unnu að sameiningu við að gera þennan ilm og þeir eru: Loc Dong, Anne Filipo og Dominique Ropion. Allt frægt fólk í þessum nef-geira.
Flaskan er afar falleg og það sem er skemmtilegt við hana er að þegar þú hristir flöskuna þá eru glimmeragnir í ilmvatninu sem gera vökvann fallega grænbláan eins og hafið sjálft. Falleg og sterk lykt sem ég mæli með.
Hér að neðan má sjá myndband með auslýsingu Acqua di Gioa þar sem hafið er í aðalhlutverki.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KGDVY_jyfDM[/youtube]Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig