Það má alveg segja það að ég sé sjúklega hrifin af góðum ilmvötnum, já ég hreinlega safna að mér góðum ilmum
En YSL ilmvötnin eru þó í algjöru uppáhaldi hjá mér, má nánast segja að þau séu öll í uppáhaldi hjá mér. Flestir ilmirnir sem ég held sérstaklega upp á eru frekar kryddaðir og dularfullir með smá slettu af blómaangan en samt er alls ekki hægt að segja að ilmirnir séu blóma ilmir.
Fyrir skemmstu bauð YSL á Íslandi til veislu og var þemað Rokk og glamúr.
Tilefni veislunnar var að kynna nýja ilminn þeirra Black Opium. Ég komst því miður ekki á kynninguna og grét það í hljóði því ég sá daginn eftir að gestirnir fengu allir ilm með sér heim.
En…ég á yndislega vinkonu sem gaf mér nýjasta ilminn frá YSL, Black Opium og verður hún (vinkona mín) hér eftir í guðatölu hjá mér fyrir þessa dásemdar gjöf! Þvílík gleði og þvílík hamingja (já þú skilur þetta ef þú ert jafn heit fyrir nýjum ilmum og ég).
Glasið er algjört æði! Það er svart með grófum kornum þannig að það líkist glitrandi hrauni með kringlóttum glugga þar sem sést vel í ilmvatnið.
Ilmurinn er sambland af kaffi, vanillu, white floral og bleikum pipar. Ilmvatnið er fyrsta ilmvatnið sem hefur þessa sérstaka blöndu kaffi og vanillu. Ilmurinn er kryddaður án þess að vera of þungur. Léttleiki vanillunnar gefur ilminum sætan keim þannig að manni langar hreinlega að detta ofan í glasið og búa þar.
Það má með sanni segja að ég er kolfallin fyrir þessu glamúr rokkaða ilmvatni og gef því fullt hús stiga, klárlega jólagjöfin í ár!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.