Hefur þú einhverntíman pælt í því hvernig er best að setja á sig ilmvatn? Trúir þú að einhver aðferð sé betri eða réttari en önnur sem fær ilmvatnið til að njóta sín sem best?…
…Sumar úða upp í loftið eftir að hafa klætt sig og stökkva svo í gegnum ilmvatns ‘skýið’ (þetta sér maður stundum í bíómyndum) á meðan aðrar úða á úlnliðina og nudda þeim svo saman.
Ótrúlegt en satt þá er sumt ‘bannað‘ þegar kemur að ilmvötnum en hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar ilmvatn er notað. Allar viljum við jú að ilmvatnið sem við splæsum í njóti sín sem best og endist út daginn.
Reyndu að úða á beran líkamann áður en þú klæðir þig
Ilmvatns-spekúlantar vilja meina að best sé að úða á líkamann áður en farið er í föt. Þá er úðað á þessa klassísku staði; úlnlið , háls, fyrir aftan eyru, en líka fyrir aftan hné og olnboga. Á þessum stöðum myndast meiri líkamshiti sem lætur lyktina ‘koma fram’…ef svo má að orði komast.
Ekki úða og nudda
Það er víst alveg bannað að spreyja á úlnliðina og nudda þeim saman því það eyðileggur ilminn, maður sér þetta nú oft í ilmvatnauglýsingum og bíómyndum en þetta er samt ekki málið. Með því að nudda saman úlnliðunum þá ertu að skemma undirtón ilmvatnsins.
Notaðu bodylotion
Gott er að byggja upp ilminn í lögum. Þá er sniðgut að nota bodylotion með sama ilm undir ilmvatnið, þannig helst ilmurinn betur. Þá færðu líka raka í bónus! Svo á maður að láta ilminn þorna af sjálfu sér, sem sagt ekki nudda honum á líkamann.
Geymdu ilmvatnið á réttum stað
Ekki geyma ilmvatnið þitt í sól og hita, hitinn skemmir innihaldsefnin og ilmvatnið skemmist mun fyrr. Svo er ‘möst’ að fylgjast með dagsetningunni. Það er fátt verra en gömul og súr lykt. Þannig að ef ilmurinn er farinn að breytast og orðin sterkari en hann var og ferskleikinn horfinn þá er kominn tími á glasið.
Svo að ef þú splæsir í góðann ilm þá þýðir ekkert að spara hann. Notaðu hann frekar eins og þú getur svo að hann endi nú EKKI á því að skemmast inni í skáp.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.