Nýlega kom á markað ilmvatn frá Dolce&Gabbana, ilmvatnið heitir Pour Femme og er ný og endurbætt útgáfa af sama ilmvatni og kom út árið 1992…
…Þetta er ilmvatn fyrir þær sem elska sæta ilmi. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég prófaði Pour Femme fyrst var vanilla en svo má finna ilm af rifsberjum, jasmínu og appelsínublómi til viðbótar.
Pour Femme frá Dolce&Gabbana mjög afgerandi ilmur sem endist vel á húðinni og einn úði er meira en nóg að mínu mati.
Flaskan, sem inniheldur bleikt ilmvatnið, er ferköntuð með gylltu og dökk-vínrauðu loki og alveg fáááránlega falleg… allt skiptir þetta máli!
Þessi ilmur er skemmtilega öðruvísi en hentar örugglega ekki hverjum sem er þar sem hann er mjög afgerandi… en hann er æðislegur að mínu mati. Mæli með að skoða hann!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N_UzD-NFEj0[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.