Frönsku hönnuðurirnir Simon Pillard og Philippe Rossetti hugsuðu út fyrir rammann þegar kom að því að hanna eldhús heima hjá sér en þeir völdu ódýra eldhúsinnréttingu í IKEA og eyddu síðan viku í að kubba saman og líma um 20,000 legokubbum á innréttinguna.


Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.