Allt frá 2008 hefur Ígló og Indí hannað litríkan og fallegan barnafatnað sem hefur slegið í gegn jafnt hjá börnum sem og foreldrum.
Sýn fyrirtækisins hefur ávallt verið skýr er kemur að hönnuninni en þar er markmiðið að hafa fatnaðinn eftirtektaverðan, fallegan og þægilegan. Dætrum mínum finnst til að mynda gaman að klæðast kjólum og vilja helst gera það á hverjum degi.
Fallegir bómullarkjólar frá Ígló og Indí hafa því komið sér vel fyrir leikskólann og skólann hjá þeim. Þær fá að vera fínar og ég veit að þeim líður vel í fötunum
Sumarlínan hjá Ígló og Indí í ár má segja að sé með eindæmum glæsileg, einstaklega falleg hönnun, litrík og um fram allt þæginleg. Ég leyfi ykkur að njóta myndanna sem fylgja hérna með, sjón er sögu ríkari.
Ígló og Indí hefur nú hafið sölu á fyrstu íslensku lífrænu barnafatalínunni sem hefur fengið gríðarlega athygli bæði hér og erlendis.
Í tengslum við lífrænu línuna hefur barnafataverslunin einnig hafið samstarf við LÍF styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans og munu 900 krónur af hverri seldri lífrænni samfellu renna til félagsins sem mun eflaust koma sér vel til að auka aðbúnað og tæki.
Hægt er að nálgast vörurnar í verslunum Ígló og Indí á Skólavörðustíg og í Kringlunni og hér á netinu.
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.