Eins og flestir vita þá er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin nýafstaðin. Í ár var dagskráin mjög spennandi og fjölbreytt…
…Ein hljómsveit sem var að gera góða hluti á hátíðinni var Hercules and Love Affair en þau spiluðu á Nasa á laugardeginum. Hercules and Love Affair er frekar nýlegt band sem kemur frá New York sem spilar einskonar disco/house tónlist.
Þau stóðu sig mjög vel á Nasa og það myndaðist algjör diskó partý stemmning þegar þau stigu á svið.
Þetta er virkilega skemmtilegt band til að sjá á sviði, allir meðlimir hljómsveitarinnar mjög ´fabjúlöss´.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.